Þögn er sama og samþykki...

"...er fólk hvatt til að líta til Alþingishússins, lúta höfði og hafa þögn í nákvæmlega 17 mínútur."

Ég er ansi hræddur um að þetta séu mikil mistök.

Sjálfum langar mig ekki að þegja eða lúta höfði eins og í kaþólskri messu heldur öskra "já!" og klappa fyrir góðum ræðum, s.s. fá ákveðna útrás fyrir uppsafnaða óánægju liðinnar viku. Ég vona að þetta nýja útspil virki ekki eins og Ástþórs-próf Borgarafundarstjóra (og kjaftshöggið í bílstjóramótmælunum) - að trúverðugleikinn fjúki á brott, því maður hlýtur að spyrja sig hvort maður sé hættur að vera mótmælandi og komin í einhverskonar sértrúarsöfnuð.

P.S: Hörður gleymdi(?) að fara með hópkallið "viljum við xxx burt?"  síðasta laugardag... Það olli mér álíka vonbrigðum fækkun fundargesta...

N.B: Auðvitað mæti ég næsta laugardag og ég mun þegja í þessar 17 mínútur (án þess þó að lúta höfði ) en eftirá mun ég meta það hvort ég leggi mitt "viðstaddslega" atkvæði við þennan arm mótmælanna - þótt ekki sé um auðuga grasrót að gresja.

Næsta skref (sálarhjálplega séð) er kannski bara það að afneita þessari þjóð sem ekki einusinni getur mætt á mótmæli gegn þeim sem hafa selt hana í ánauð. Það að einfaldlega mæta niður á Austurvöll á laugardögum hefur verið einföld leið til þess að minnta kosti að gera EITTHVAÐ! en ekki EKKI NEITT Og það er fremur þessvegna (vegna fjölda þeirra sem gera EKKI NEITT) sem ég get ekki lengur sagt að ég sé stoltur yfir því að vera Íslendingur en ekki vegna þess að einhverjir útrásarvíkingar fóru rænandi og ruplandi um Evrópu.
mbl.is Þögul mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander X

Úps! - lagaði nokkrar stafsetningar/ritsmíða-villur... enda fljótfær að eðlisfari

Alexander X, 12.12.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband