Þessir grímuklæddu...

Það hlýtur nú að fara að ske að létt-krimmar þessa lands fara að sjá möguleikana í því að blanda sér í þessa mótmælendahópa og bíða eftir fleiri uppákomum í bönkunum. Ég meina; þarna ertu kominn inn í banka, grímuklæddur, ásamt 20 öðrum "díkojum"... Svo gæti nú verið að þegar mótmælin fara á 3. stig (þessi mótmæli nýverið hafa verði á 2. stigi, Austurvöllur/Borgarafundir hafa verið 1. stig ?) - að mótmælendurnir fara að fjármagna sig að hætti erlendra andstæðinga ríkisstjórna: með því að ræna banka og önnur hof Mammons...

(*létt-krimmar eru þessir "venjulegu" glæpamenn... þessir sem lögreglan hefur fyrir að elta uppi. Hinir, þessir alvöru, sleppa auðvitað við allt svoleiðis...)

PS: Er Jón Gerald á leið í framboð ?? 


mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nonni

Ég sé nú ekki betur en stór-krimmarnir ætli að vera fyrri til. Morgunblaðið reynir að sverta mótmælendur með því að spyrða þetta spillta fífl við þá. Hann var á staðnum fyrir tilviljun og er skítsama um allt og alla nema peningana sem hann heldur að geti grætt á neyð íslensku þjóðarinnar.

Nonni, 17.12.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Alexander X

Jú, jú. Og hann reiknar jú með 2 til 3 milljörðum í vasa Baugsfeðga (semsagt í vasa sinn) af þessum rekstri...

Var hann kannski í Landsbankanum til þess að...?  Nei. Hann á varla vini þar á bæ...

Alexander X, 17.12.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband