Einsama Vestrið

Þegar ég sá þessa frétt um að skipt hafi verið á leikhúshnífi og raunverulegum, með fyrrgreindum afleiðingum, þá minnti það mig á óþægindatilfinninguna sem ég fékk í Borgarleikhúsinu á dögunum.

Þar sá ég verkið Vestrið eina þar sem alvöru haglabyssu er sveiflað um salinn. Þá datt mér það í hug að kannski hefði einhver illvirkinn komið fyrir alvöru haglaskoti í byssunni og að þegar karakterinn í leikritinu hleypti af... Þetta var svona viðauki á spennuna í sjálfu leikritinu og alls ekki vond upplifun þannig séð ;)

Annars var þetta gríðarlega gott leikrit og leikararnir voru allir frábærir. Það eina sem setja má út á er þýðingin á heiti verksins: The Lonesome West varð að Vestrið eina.  Sjálfum fyndist mér Einsama Vestrið vera nær upphaflegri merkingu. Ætli sömu mennirnir og þýða titlana fyrir sjónvarp og bíó hér á landi (oft með hroðalegum afleiðingum!) séu að koma sér fyrir í leikhúsinu ??


mbl.is Skar sig á háls á sviðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband