Kanarífuglinn tístir...

"...næstum var verið að fremja á okkur þjóðarmorð.", segir Guðni.

Þvílíkur samanburður hjá manninum. Við erum kannski í nokkuð slæmri stöðu hér á landi, en það er ekki verið að leiða fólk inn í gasklefana! Og aðferðin sem Guðni ætlaði að nota til að koma þessu á framfæri var að segja sig úr NATÓ !!

Ja... Stundum er kannski gott að hafa ákvarðanafælna menn í æðstu stöðum!?

 


mbl.is Hefði jafnvel átt að segja Ísland úr NATÓ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Það er nú margt til í þessu hjá kallinum.Það átti að fara í hart við bretana,en þessi blessuð ríkisstjórn er soddan bölvaður heigull að hún þorir engu.Það var annað í þorskastríðinu(sem við unnum með sæmd)þá tók ríkisstjórnin á því,hótaði stjórnmálaslitum,og þar fram eftir götunum.En í dag virðist vera allt í lagi þó að þjóðin sé stimpluð hriðjuverkamenn af helvítis bretanum,og gungan Geir með Sollu sína láta það líðast,ja svei þeim bara.

Hjörtur Herbertsson, 13.12.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Alexander X

N.B. Að sjálfsögðu eigum við að elta bretann niður á heimsenda með þetta mál. Ég vildi bara agnúast utaní Kanarífuglinn fyrir þessar ofsa-víddir sem hann setur málið í, en svoleiðis framsetning gerir okkur bara að fíflum og sýnir "óvininum" hvað við teflum barnalega í þessu landi (þrátt fyrir alla stórmeistarana í hinni eiginlegu skák...), eins og þegar Ingibjörg fór til Ísrael í einskonar "tékk-uppi" áður en hún hæfist handa í Öryggisráðs-leiknum... Ég skammaðist mín og vonaði að enginn hafi fattað að hún væri frá Íslandi (samt smámál miðað við allar uppákomurnar í bankahruninu, nú er ég bara undir sæng og æfi mig í sænsku því nú heiti ég Sven þegar ég fer erlendis og mun halda því fram í rauðan dauðann.)

Alexander X, 13.12.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband