Þriðji "kúrekahatts-kallinn" afhjúpaður!

Þetta er a.m.k. þriðji kúrekahatts-kallinn sem hefur verið afhjúpaður upp á síðkastið.

Hinir tveir voru "Lögfræðingurinn" og "Guðmundur í Byrginu".

Kannski á "DV-kallinn" ekki heima þarna með hinum, miðað við alvarleika brotanna, en það var subbulegt þegar hann reyndi að láta líta út sem blaðamaðurinn ungi væri ekki starfi sínu vaxinn í fyrri varnargrein sinni í dag.

Hefði Reynir sleppt þessu útspili þá hefði blaðamaðurinn e.t.v. ekki þurft að spila samtalið fyrir alþjóð og Reynir ekki bara opinberað sig með ósæmræminu við varnarspili hans fyrr í dag, óafvitandi um upptökuna, heldur gaf hann okkur dýpri sýn á sjálft málið ("stop the press") og þá karaktera sem koma að því (og hvernig Reynir hugsar til þeirra!)

Nú er bara spurningin hvað "gamli-refur" gerir í stöðunni !?  Reynir talaði ansi digurbarkalega um "þann djöful" í hinu dramatíska kastljóss-samtali (úps! Reynir, nú steigst þú í djúpann skít!)

P.S. Hvað er þetta með að vera með kúrekahatt á vorum tímum? 


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reynist ekk Traustsins verður og ætti að taka ofan og fara til sjós.  Hann kann það en þessu starfi hefur hann aldrei valdið. Engir hattar bjarga því.

101 (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 05:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband